Heim Suðurland - RSS sunnlenska.is Árborg úr leik í bikarnum

Árborg úr leik í bikarnum

31
0
arborg-ur-leik-i-bikarnum

Ekkert varð af bikarævintýri Árborgar þetta árið en liðið tapaði 4-1 gegn Hvíta riddaranum í 1. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld.

Hvíti riddarinn komst yfir strax á 2. mínútu leiksins en Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson jafnaði metin fyrir Árborg tveimur mínútum síðar.

Hvíti riddarinn komst aftur yfir á 12. mínútu og í kjölfarið sóttu Árborgarar mikið en fengu mark í andlitið á 40. mínútu og staðan var 3-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var í járnum en Hvíta riddaranum tókst að bæta fjórða markinu við á 72. mínútu og þar við sat. Lokatölur 4-1.

Bikarinn heldur áfram um helgina en á morgun tekur Selfoss á móti Kórdrengjum og KFR heimsækir Ými. Á sunnudag tekur Hamar á móti Vestra á Selfossvelli, Stokkseyri mætir KFB á útivelli og bikarhelginni lýkur með Suðurlandsslag Ægis og Uppsveita á Selfossvelli.

Skilja eftir athugarsemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér