Heim Skák - RSS skak.is Hjörvar í dauðafæri – Jóhann tapaði gegn Braga

Hjörvar í dauðafæri – Jóhann tapaði gegn Braga

37
0
hjorvar-i-daudafaeri-–-johann-tapadi-gegn-braga

Eftir áttundu og næstsíðustu umferð er Hjörvar Steinn Grétarsson kominn í dauðafæri á að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli! Hjörvar lagði Helga Áss Grétarsson að velli í vel útfærðri skák en Bragi Þorfinnsson gerði honum mikinn greiða á meðan með því að leggja Jóhann Hjartarson að velli.

Vignir Vatnar Stefánsson gat tryggt sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en afleikur í blálokin í endatafli kostuðu hann jafnteflið. Vignir fær annan möguleika á morgun í skák gegn Braga.

Hjörvar mun mæta Sigurbirni með hvítt á morgun á meðan Jóhann þarf að stýra svörtu mönnunum gegn Hannesi. Allt getur þó enn gerst og spurning hvort taugarnar haldi á ögurstundu, það kemur allt í ljós í lokaumferðinni.

Lítum yfir gang mála í skákum dagsins:

Alexander Oliver Mai – Björn Þorfinnsson

Byrjuninni hjá Birni gegn Alexander Oliver var lýst með eftirfarandi þætti í spjallþráðum dagins: “Þvílíka steypan”, “þokkalega ofvirknin” og fleiri fleygar lýsingar voru notaðar. Leikur Björns, 3…f5 er svo sjaldgæfur að líklegast heitir þetta afbrigði ekki neitt. Einhvers konar blanda af Latvian Gambit, Jaenisch Gambit og Vínarbragði með skiptum litum…..líklega ekki góð blanda! Fór líka svo að Alexander vann nokkuð auðveldlega peð í byrjuninni. Merkilegt nokk kom ekki nýjung í skákinni fyrr en í 15. leik svarts en minni spámenn höfðu teflt svipað á móti í Argentínu árið 2006…reyndar er líklegast öllum drullusama!

Alexander hékk á peðinu inn í hróksendatafli en hleypti Birni í óþægilegt mótspil þó niðurstaðan hefði líklega átt að vera jafntefli. Mjög passífur leikur rétt fyrir loks fyrst tímamarka, 39.Hd2? reyndist örlagavaldurinn og taflið snerist Birni í vil sem steig ekkert feilspor það sem eftir var skákar.

your web browser and/or your host do not support iframes as required to display the chessboard; alternatively your wordpress theme might suppress the html iframe tag from articles or excerpts

Sigurbjörn Björnsson – Hannes Hlífar Stefánsson

Fyrsta alvöru opna Sikileyjarvörnin á mótinu og úr varð stórskemmtileg skák. Sigurbjörn teflir svona stöður oft vel og sýndi sínar bestu hliðar í dag. 17.f4! var nýjung og líklegast sterkur leikur. Hannes hefði kannski mátt hirða mann í miðtaflinu.

r3k2r/3bbpp1/3ppn2/p3P1Bp/1p1q1PnP/3B2N1/PPPQ2P1/1K1RR3 w kq – 0 20
You must activate JavaScript to enhance chess diagram visualization.

19…Dxd4 var í boði en þá hefur Sigurbjörn líklega ætlað að skella á Hannes 20.exf6 gxf6 og 21.Hxe6! sem lítur mjög vel út.

r3k2r/3bbp2/3pRp2/p5Bp/1p1q1PnP/3B2N1/PPPQ2P1/1K1R4 b kq – 0 21
You must activate JavaScript to enhance chess diagram visualization.

Glæsilegur leikur þar sem bæði drápin tapa drottningunni með fráskák. Tölvuforritin vilja hinsvegar meina að svartur standi betur eftir 21…Kf8.

Í stað þess að hirða manninn var Hannes líklegast með tapað tafl eftir 19…Rd5?

Sigurbjörn tefldi framhaldið mjög vel og fékk endatafl tveimur peðum yfir og vann loks að auki mann sem þvingaði Hannes í uppgjöf. Góður sigur hjá Sigurbirni, nær hann að verða áhrifavaldur á morgun?

your web browser and/or your host do not support iframes as required to display the chessboard; alternatively your wordpress theme might suppress the html iframe tag from articles or excerpts

Vignir Vatnar Stefánsson – Guðmundur Kjartansson

Vignir og Guðmundur tefldu Catalan byrjun. Miðtaflið var líklegast í dýnamísku jafnvægi en þá lék Vignir af sér. Í boði var að gefa peð og fá mögulega smá mótspil eða skiptamun. Vignir valdi að gefa skiptamun.

Vignir náði svo með mikilli seiglu að finna taktík sem kom skákinni í endatafl. Þar varðist hann með kjafti og klóm en lék svo mjög illa af sér í fræðilegri jafnteflisstöðu, klaufalega mistök hjá Vigni!

your web browser and/or your host do not support iframes as required to display the chessboard; alternatively your wordpress theme might suppress the html iframe tag from articles or excerpts

Helgi Áss Grétarsson – Hjörvar Steinn Grétarsson

Hjörvar fékk trausta stöðu úr Nimzo-indverskri vörn. Snemma miðtafls blés hann til sóknar og 20…f5! var mjög fallegur leikur!

Sannarlega einn af fallegri leikjum mótsins, sannkallaður “Fréttablaðsleikur”. Ef hvítur drepur þá drepur svartur með biskup og hvítur má ekki drepa til þar sem svarta sóknin verður óstövandi.

Hjörvar tefldi svo framhaldið nánast óaðfinnanlega, frábær skák hjá Hjörvari sem fer langleiðina með það að tryggja honum sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

your web browser and/or your host do not support iframes as required to display the chessboard; alternatively your wordpress theme might suppress the html iframe tag from articles or excerpts

Jóhann Hjartarson – Bragi Þorfinnsson

Jóhann tefldi skoska leikinn og upp kom mjög opin, flókin og óvenjuleg staða. Staða hvíts virtist þó mun meira krefjandi að tefla og ýmsar hættur undir yfirborðinu sem hvítur þurfti að forðast. Bragi getur verið mjög hættulegur með frumkvæðið og hann náði að skapa erfiðar hótanir fyrir Jóhann. Jóhann virtist þó vera kominn inn í skákina en Bragi náði að snúa taflinu sér í vil í lokin og vinna þennan sigur sem umbreytir toppbaráttuni Hjörvari í hag.

your web browser and/or your host do not support iframes as required to display the chessboard; alternatively your wordpress theme might suppress the html iframe tag from articles or excerpts

Staðan

Hjörvar eins og áður sagði er með pálmann allt að því í höndunum. Hann hefur hálfs vinnings forskot og versta mögulega sviðsmynd virðist vera einvígi um titilinn. Ef allt er eðlilegt er Hjörvar illviðráðanlegur með hvítu mönnunum en sjáum hvað setur á morgun!

Pörun 9. umferðar

Nær Hjörvar að tryggja titilinn með því að leggja Sigurbjörn með hvítu? Nær Vignir hálfa vinningnum sem vantar í alþjóðlega áfangann sinn? Fær Björn eða heitir hann Úlfur efni í pistil? Ekki missa af lokametrunum!

Taflið heldur áfram á morgun klukkan 15:00 eins og alla daga og beinar lýsingar verða í boði á Skákvarpinu og hægt að horfa á skákirnar í beinni á ýmsan hátt (sjá tengla að neðan)

KópavogurArion bankiBrim og Teva styðja á myndarlegan hátt við mótshaldið.

Helstu tenglar

Skilja eftir athugarsemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér