Heim Vesturland - RSS skessuhorn.is Ný grunnsýning opnuð á Byggðasafninu á Akranesi – frítt inn um helgina

Ný grunnsýning opnuð á Byggðasafninu á Akranesi – frítt inn um helgina

27
0
ny-grunnsyning-opnud-a-byggdasafninu-a-akranesi-–-fritt-inn-um-helgina

Ný grunnsýning var opnuð í gær á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að hönnun og uppsetningu sýningarinnar og er þetta fyrsta gagngera breytingin síðan safnið var fyrst opnað 1974.

Þema hinnar nýju sýningar er lífið til sjós, í landi, í vinnu og í leik. Það voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi, Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og Ólafur Páll Gunnarsson formaður menningar- og safnanefndar sem klipptu á borða og opnuðu sýninguna. Núna um helgina verður safnið opið og frítt fyrir gesti og gangandi að njóta hennar frá klukkan 10-17 báða dagana.

Nánar verður fjallað um sýninguna í næsta Skessuhorni.

Skilja eftir athugarsemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér