Heim Vesturland - RSS skessuhorn.is Verslun Öldunnar opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar

Verslun Öldunnar opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar

9
0
verslun-oldunnar-opnud-i-safnahusi-borgarfjardar

Búið er að opna verslun Öldunnar í Safnahúsi Borgarfjarðar. Fram kemur á vef Borgarbyggðar að Aldan bjóði upp á verndaða vinnu, hæfingu og virkniþjálfun fyrir fatlað fólk. Starf Öldunnar samanstendur af vinnustofu/hæfingu annars vegar og dósamóttöku hins vegar. Starfssemi Öldunnar kemur til móts við þarfir fatlaðs fólks fyrir atvinnu og hæfingartengda þjónustu sem stuðlar að aukinni hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi til jafns við aðra. Þá rekur Aldan, verslun, saumastofu, kertagerð ofl. Aldan tekur einnig að sér pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Verslunin Öldunnar verður opin á mánudögum og föstudögum frá kl. 13:00 – 15:00.

Skilja eftir athugarsemd

Vinsamlegast sláðu inn athugasemdina þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér